Eftirlifandi maka dæmdar miskabætur í Landsrétti

By Guðbrandur Jóhannesson
Nov 29, 2024

Landsréttur kvað upp dóm í sl. viku þar sem eftirlifandi maka, voru dæmdar miskabætur úr hendi strætóbílstjóra, sem ekið hafði á eiginkonu hans með þeim afleiðingum að hún lést. 

Ágreiningur var uppi hvort uppfyllt væru skilyrði til útgreiðslu miskabóta skv. 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, en til þess þarf háttsemi tjónvalds að fela í sér stórkostlegt gáleysi. 

Landsréttur féllst á málatilbúnað stofunnnar um að aksturslag strætóbílstjórans hefði falið í sér stórkostlegt gáleysi og dæmdi umbj. stofunnar miskabætur. Dóminn má lesa hér.

Guðbrandur Jóhannesson hrl. flutti málið í héraði og fyrir Landsrétti.