Lögþing
Lögmenn Lögþings þjónusta einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Þau hafa víðtæka reynslu og þekkingu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar.
Við leggjum ríka áherslu á að viðskiptavinir Lögþings séu ánægðir með þjónustuna. Þess vegna heitum við að tryggja:
- Skilvirkni. Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og þannig vita umbjóðendur okkar alltaf hvar mál þeirra er statt. Þá er lögð rík áhersla á að strax sé hafist handa þegar leitað er til okkar.
- Traust. Við byggjum upp traust hjá umbjóðendum okkar með fyrirsjáanleika í verði og að veitt þjónusta verði í fullu samráði við viðskiptavini hverju sinni.
- Að ná besta mögulega árangri hverju sinni. Lögmenn Lögþings hafa náð góðum árangri, bæði fyrir dómi og utan dómsmeðferðar.