Guðbrandur Jóhannesson hrl. var í viðtali við mbl.is vegna nýfallins dóms á milli umbj stofunnar og þrotabú Fréttablaðsins. Í viðtalinu er m.a. fjallað um mögulega þýðingu dómsins fyrir aðra verktaka sem störfuðu fyrir Fréttablaðið.
Segir m.a. í fréttinni: ,,Guðbrandur vísar til þess að um sambærilegar greiðslur hafi verið að ræða til verktakanna og þá voru greiðslurnar mótteknar á svipuðum tíma eða degi áður en gjaldþrotabeiðnin var lögð fram í héraðsdóm. Hann segir að að teknu tilliti til þessara atriða þá geti dómurinn haft fordæmisgildi."