Þann 27. apríl 2023 var uppkveðinn dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-4487/2022, þar sem viðurkenndur var réttur umbj. stofunnar til vátryggingarbóta úr slysatryggingu launþega, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir.
Í málinu var uppi ágreiningur um hvort uppfyllt væru skilyrði slysahugtaksins um skyndilegan utanaðkomandi atburð. Dómurinn taldi að brölt barnsins í fangi umbj. stofunnar, hafi valdið því að slinkur kom á bak hennar, þegar hún barðist við að koma því með öruggum hætti í barnastól. Átakið við að lyfta barninu upp og halda á barninu, hafi þannig breyst vegna utanaðkomandi atvik og valdið meiðslum á henni. Viðurkenndur var því réttur umbj. stofunnar til vátryggingarbóta.
Guðbrandur Jóhannesson hæstaréttarlögmaður á Lögþingi, rak málið fyrir hönd starfsmannsins.