Verktaki sýknaður af riftunarkröfu þrotabús Torgs

By Guðbrandur Jóhannesson
Jul 09, 2024

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði umbj. stofunnar af riftunarkröfu þrotabús Torgs í dag. 

Forsaga málsins er sú að umbj. stofunnar dreifði Fréttablaðinu skv. verksamningi og fékk greitt skv. útgefnum reikningum mánaðarlega. Degi áður en stjórn Fréttablaðsins lagði inn beiðni um gjaldþrotaskipti var greitt til nokkurra verktaka gjaldfallnir reikninga, þ..m.t. til umbj. stofunnar. Skiptastjóri höfðaði mál og krafðist riftunar á fyrrgreindri greiðslu. Dómurinn hafnaði því og sýknaði umbj. stofunnar m.v. til þess að umbj. væri grandlaus um meinta ógjaldfærni og ótilhlýðileika ráðstöfunarinnar þegar greiðslan var innt af hendi og þrotabúið hefði ekki náð að sanna hið gagnstæða. Taldi dómurinn ekki nóg að leggja fram fréttir frá tímabilinu 31. mars og til 3. apríl 2023 um neikvæða stöðu Fréttablaðsins, til að uppfyllt sé skilyrði um að stefndi hafi haft vitneskju um ógjaldfærni og ótilhlýðileika ráðstöfunarinnar.

Guðbrandur Jóhannesson hrl. flutti málið í héraði.