Hjúskaparréttur

Hjúskaparréttur er það réttarsvið sem nær til stofnunar hjúskapar, reglnanna um gagnkvæm réttindi og skyldur hjóna meðan á hjúskap stendur, og réttarreglna um skilnaði.

Við aðstoðum fólk á öllum þessum stigum hjúskaparins, en einnig veitum við sambúðarfólki ráðgjöf sem í æ ríkari mæli gerir með sér samninga um fjármál sín eða þarf að ganga frá einhvers konar fjárskiptum við sambúðarslit.

Við skilnað og sambúðarslit er að mörgu að hyggja. Á Lögþingi starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á því sviði. Ráðleggjum við viðskiptavinum að ráðfæra sig við sérfræðinga okkar strax á fyrstu stigum málsins.

Sérfræðingar okkar í hjúskaparrétti aðstoða þig til dæmis við:

  • Gerð kaupmála og sambúðarsaminga um tilhögun fjármála í sambúð.
  • Gerð fjárskiptasamninga við skilnað eða sambúðarslit.
  • Allt ferlið við ráðstöfun forsjár, lögheimilis og umgengni við börn.
  • Erfðamál. Gerð erfðaskrár og annarra gerninga sem þörf er á.
  • Að sækja um skilnað hjá sýslumönnum og fyrir dómi.
  • Að fara fram á opinber skipti ef fjárskipti nást ekki með samningum.
  • Lífeyrismál.