Á Lögþingi starfa lögmenn með áratugareynslu af skipulags- og byggingarmálum. Lögmenn Lögþings veita aðstoð vegna deiliskipulags, byggingarleyfa og annarra verkefna sem tengjast skipulags- og byggingarmálum sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags og getur það mjög varðað hagsmuni eigenda fasteigna. Í skipulagslögum er mælt fyrir um kynningu og samráð við almenning og hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillagna. Samþykkt tillagna gerist í tveimur áföngum; að lokinni fyrri umfjöllun í sveitarstjórn er tillagan auglýst og almenningi og hagsmunaaðilum veittur sex vikna frestur til að gera athugasemdir. Lögmenn Lögþings hafa veitt aðstoð við að koma að andmælum við auglýstu deiliskipulagi. Einnig við að kæra niðurstöðu sveitarstjórna ef samþykkt deiliskipulag er talið í andstöðu við lög og reglugerðir á sviði mannvirkjamála. Í seinni umfjöllun sinni tekur sveitarstjórn afstöðu til athugasemda sem borist hafa og tillögunnar sjálfrar, breyttrar eða óbreyttrar eftir atvikum. Deiliskipulag sem þannig hefur verið samþykkt öðlast gildi við auglýsingu í Stjórnartíðindum, en áður skal það sent Skipulagsstofnun sem getur gert athugasedir við efni eða form skipulagsins.
Almenna reglan er að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir öllum nýjum mannvirkjum, viðbyggingum og breytingum, t.d. á útliti, burðarkerfi og lagnakerfum. Ýmsar minniháttar framkvæmdir kunna þó að vera undanþegnar kröfu um byggingarleyfi. Sækja þarf um leyfi til að rífa og flytja mannvirki. Lögmenn Lögþings hafa í fjölda mála veitt ráðgjöf um vegna umsókna um byggingarleyfi.