Verktakaréttur

Verktakaréttur fjallar um verksamninga og þær réttarreglur og þau réttaráhrif sem þeim eru tengd. Verksamningar eru gerðir á öllum mögulegum sviðum viðskiptalífsins, en þó ekki síst varðandi hvers kyns mannvirkjagerð, svo sem byggingu húsa, lagningu vega, við skurðgröft og jarðbætur. Í verksamningum um mannvirkjagerð er mikið notast við stöðluð samningsákvæði á borð við ÍST30.

Á Lögþingi starfa lögmenn með vítæka reynslu á sviði verktakaréttar. Meðal helstu viðfangsefna eru:

  • Gerð og yfirferð verksamninga.
  • Vanefndir verktakasamninga og réttarúrræði vegna þeirra.
  • Úrlausn ágreiningsmála á verktíma og ráðgjöf við túlkun vafaatriða í samningum.
  • Mæting á verkfundi og gerð bókana þeim tengdum.
  • Sáttamiðlun.
  • Málshöfðanir.
Verktaki sýknaður af riftunarkröfu þrotabús Torgs

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði umbj. stofunnar af riftunarkröfu þrotabús Torgs í dag.  Forsaga málsins er sú að umbj. stofunnar dreifði Fréttablaðinu skv. verksamningi og fékk greitt skv. útgefnum re...

LESA